1.3.2012 | 21:29
Ertu viss um að þú túlkir dóminn rétt ?
Í eldgamla daga var í Grikklandi upp til fjalla musteri sem kallaðist Delfí og þar réði ríkjum temmilega dópuð hrein mey sem talaði tungum illskiljanlegum venjulegum mönnum. Þetta var sem sagt hin fræga véfrétt í Delfí.
Í hofið streymdu menn með spurningar stórar og smáar sem voru meðhöndlaðar af sérstökum þjónum sem báru síðan véfréttinni spurninguna. Að nokkrum tíma liðnum komu svo þjónarnir með svarið við spurningunni og mötuðu spyrjandann svarinu. Til þess að spyrjandinn hefði einhvern skilning á innihaldi svarsins var honum nauðsynlegt að fá svarið túlkað af sérstökum virtum mönnum sem gerðu túlkunina að atvinnu sinni. Hvort eitthvað vitrænt væri í gangi á þessum stað var fyrir hvern og einn að skilja með þess viti.
Núna undanfarin misseri dettur mér alltaf þessi gamla saga frá Delfí í hug þegar fréttir berast af dómum æðsta dómstigs okkar íslendinga. Því næsta frétt á eftir er oftar en ekki frétt um tvo eða fleiri löglærða vitringa sem skilja dóminn á jafnmarga vegu og fjöldi vitringanna er.
Ég hef staðið í þeirri trú að löglærðir æðstu dómarar okkar ættu að skila af sér dómum sem svart á hvítu lýsa innihaldi og aðferðafræði til að fullkomna hverja niðurstöðu og hvern dóm. En ekki lengur. Það er nánast engin niðurstaða frá æðsta dómsvaldi okkar sem lýkur öðruvísi en þannig að engir tveir skilja niðurstöðuna eins.
Þetta er orðinn langur formáli Herbert en ég spyr bara í einfeldni. Ertu ekki bara að misskilja dóminn ?
Ég sá þetta mál í fréttum á sínum tíma þar sem þín staða var útskýrð í fréttum RÚV. Miðað við þann skilning sem ég og ábyggilega margir aðrir lögðu á málið þá gerir þennan dóm núna gjörsamlega óskiljanlegan.
Er ekki eitt dómstig enn sem hægt er að vísa þessu til ?
Gangi þér allt í haginn...
Jókerinn
Ég er orðinn öreigi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Þór Kolbeinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.